Ísafjörður: kostnaður við bæjarstjóraskiptin 12,5 m.kr.

Þórdís Sif Sigurðardóttir á bæjarstjórnarfundi ásamt Marzellíusi Sveinbjörnssyni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Kostnaður Ísafjarðarbæjar við bæjarstjóraskiptin nemur 6 mánaða launum eða samtals 12,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í listans sem lagt var fram í bæjarráði í gær. Skýringin er að við starfslok bæjarstjóra virkjaðist ákvæði um 6 mánaða laun. Hinn nýi bæjarstjóri hefur einnig sams konar ákvæði.

Í svarinu kemur einnig fram að heildarlaun  nýráðins bæjarstjóra með bifreiðastyrk og orlofi eru kr. 1.798.977 á mánuði, fyrir utan orlof eru heildarlaunin kr. 1.605.500.

Einnig var spurt um leigu íbúðar til nýs bæjarstjóra og segir í svarinu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra, en íbúðin hefur verið tekið tímabundið úr sölu. Ekki hefur borist tilboð í íbúðina til kaups.

DEILA