Ísafjörður: Hversdagssafnið með spennandi námskeið

Námskeið í skapandi skrifum, 20.-23. febrúar 2020. Kannaðu framandleikann í hversdeginum á námskeiði í skapandi skrifum.

Umfjöllunarefni þessa fjögurra daga námskeiðs í skapandi skrifum er akkúrat þetta – fegurðin í því sem stendur okkur næst og því sem er allt um kring í lífi okkar: Okkar eigin venjur, upplifun og okkar sérstaka tegund af hversdagsleika. Við munum kynna fyrir ykkur fjölda ritæfinga til að þróa hæfni ykkar og nota til þess hluti, minjagripi og minningar.

Þaulreyndir kennarar frá Wales munu kynna ykkur fyrir mismunandi tækni til að þróa rithæfni ykkar. Námskeiðið verður haldið á ensku, en þátttakendum er velkomið að skrifa á íslensku.

Við munum spjalla, lesa og skrifa og deila óvenjulegum lífssögum okkar. Til þess notum við æfingar sem eru hannaðar til þess að auðvelda þér að nálgast þína eigin reynslu, tilfinningu þína fyrir staðsetningu og að fagna mikilfengleika hversdagsins. Hægt er að vinna með ljóðlist, skáldskap eða endurminningar.

Námskeiðið hentar hverjum þeim sem nýtur þess að skrifa, allt frá byrjendum til reyndra rithöfunda.

Fyrir skráningu og frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við okkur: skobudin.hversdagssafn@gmail.com