Ísafjörður: bæjarstjórinn fær 1,6 m.k. á mánuði

Laun Birgis Gunnarssonar nýráðins bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ verða 1.550.000 kr. á mánuði. Föst laun eru 950 þúsund krónur og föst yfirvinna eru 60 klst á mánuði og fyrir það eru greiddar 600.000 krónur. Til viðbótar verða greiddir 500 km á mánuði í bifreiðastyrk. Hver km er greiddur samkvæmt ákvörðun um akstursgjald ríkisstarfmanna nú 110 kr/km. Að bifreiðastyrknum meðtölum fær bæjarstjórinn 1.605.000 kr. á mánuði.

Launaliðir samkvæmt samningi þessum skulu endurreiknaðir 1. janúar ár hvert til
samræmis við þær breytingar er verða á launavísitölu.

Ísafjarðarbær skal greiða afnotagjöld og föst gjöld af farsíma bæjarstjóra. Einnig greiðir
Ísafjarðarbær fyrir nettengingu á heimili bæjarstjóra.

Þetta er nánast það sama og fyrrverandi bæjarstjóri Guðmundur Gunnarsson fékk.  Laun hans voru 1.500.000 kr. við ráðningu 2018 en voru 1.586.000 kr. þann 1. janúar 2020  þegar launin höfðu tekið umsömdum breytingum á launavísitölu.

Ráðningartími Birgis Gunnarssonar varir út kjörtímabil núverandi bæjarstjórnar, þ.e.a.s. til 12. júní 2022. Samingurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 6 mánaða fyrirvara. Kjósi bæjarstjóri að segja upp fær hann ekki biðlaun en verði honum sagt upp verða greidd laun í 6 mánuði. Bæjarstjóri skal eiga rétt til launa í 6 mánuði frá þeim degi sem
hann hættir störfum vinni hann út allt kjörtímabilið nema komi til endurráðningar þá falla biðlaunin niður.

DEILA