Ísafjarðarbær: gerir ekki athugasemdir við Hvalárvirkjun

Hvalárvirkjun er meðal þeirra virkjunarkosta sem bent er á.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við  skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Árneshrepps og nýs deiliskipulags vegna Hvalár.

Skipulagsfulltrúi Árneshrepps hafði sent erindi til Ísafjarðarbæjar og óskað eftir  umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Árneshrepps og nýs deiliskipulags vegna Hvalár.

í erindinu segir að „markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að skapa svigrúm fyrir Hvalárvirkjun í samræmi við stofnmarkmið gildandi skipulags. Eitt af stofnmarkmiðum gildandi aðalskipulags er að unnið verði að virkjun Hvalár.“

Álit nefndarinnar fer til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar  en búast má við því að þar verði umsögn hennar staðfest.

 

DEILA