Hver vill sjá um rekstur Bíldu­dals­flug­vallar ?

Bíldudalsflugvöllur.

Á vefsíðu Vesturbyggðar kemur fram að Isavia Innan­lands ehf kannar áhuga aðila á verk­töku á rekstri Bíldu­dals­flug­vallar.

Þar kemur fram að um eftirtalin verkefni er að ræða:

Daglegur rekstur flugvallar, sem felur í sér eftirlit og umhirðu m.a. snjómokstur.
Flugupplýsingaþjónusta í tengslum við flug.
Viðbragðsþjónusta, slökkvi og björgunarþjónusta.
Viðhald og umhirða tækja og eigna flugvallarins.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband fyrir 15. febrúar næstkomandi, með því að senda póst á e-tenders@isavia.is þar sem gefið er upp nafn og kennitölu áhugasamra.

Vakin er athygli á því að einungis er verið að kanna áhuga.

DEILA