Hvað er Fiskistofa að gera? Hvert stefnir hún?

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um hlutverk sitt og starfsemi. Þar koma fram helstu verkefni sem snúa bæði að því mikilvæga þjónustuhlutverki sem stofnunin gegnir og eftirliti með fiskveiðum í sjó og ferskvatni.

Fiskistofa leggur áherslu á margvíslega bætta þjónustu og aðgengi viðskiptavina með rafrænum lausnum.
Fiskistofa er virkur þátttakandi í samstarfi þjóða um sjávarútvegsmál og gætir hagsmuna Íslands á þeim vettangi.

Þegar horft er til framtíðar er stefnan sett á áframhaldandi framfaraskref í rafrænni þjónustu og aðgengi að upplýsingum ásamt markvissu eftirliti með auðlindanýtingu í hafi og vötnum.

Rekstur Fiskistofu á að vera gagnsær og hagsýnn og eftirsóknarverður vinnustaður í fremstu röð.

Fiskistofa leggur ríka áherslu á að svara erindum og afgreiða mál eins hratt og auðið er.

Á vef Fiskistofu eru birt þjónustuloforð um tímasetta skilvirka afgreiðslu á: Útgáfu veiðileyfa • Millifærslu á aflamarki og hlutdeildum • Útgáfu veiðivottorða og vinnsluvottorða • Útgáfu vigtunarleyfa • Öflun gagna úr gagnagrunni Fiskistofu • Aðgangi að rafrænum þjónustukerfum • Leyfum vegna framkvæmda við ár og veiðivötn.

Allt þetta og meira til kemur fram á vefsíðu Fiskistofu

DEILA