Hornstrandastofa verður að veruleika

Í síðust viku voru tekin ánægjuleg fyrstu skref í að koma gestastofu Hornstranda á laggirnar, en þá var undirritaður leigusamningur við Björnsbúð ehf, um leigu á sýningar- og móttökurými fyrir gestastofuna.

Hornstrandastofa verður staðsett í hjarta bæjarins, að Silfurgötu 1 og er stefnt að því að opna gestamóttöku og litla sýningu strax í vor, eigi síðar en 1. júní. Þar með flyst starfsemi Umhverfisstofnunar á Ísafirði þangað.

Gert er ráð fyrir því að heimsókn í Hornstrandastofu verði fastur liður í skipulagi þeirra sem hyggjast heimsækja friðlandið, þar sem landverðir geta aðstoðað gesti við ferðaskipulagningu og eins veitt upplýsingar um aðstæður og nauðsynlegan útbúnað.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!