Handbolti: tveir sigrar hjá Herði í 2. deildinni

Handknattleikslið Harðar í karlaflokki gerði góða ferð suður um helgina. Liðið lék tvo leiki í 2. deildinni og vann þá báða. Eftir erfiða  byrjun hefur Hörður nú unnið 3 leiki af síðustu 4 leikjum. Fyrsti sigurinn komm á Ísafirði 8. desember gegn ÍR U 37:35.

Á föstudaginn var leikið gegn liði Fram U. Fram  leiddi með 17 mörkun gegn 14 í leikhléi en Hörður sneri leiknum sér í vil í seinni hálfleik  og vann að lokum leikinn með 28:27. Daníel Wale Adeleye var atkvæðamestur Harðverja með 11 mörk skoruð. Óli Björn Vilhjálmsson gerði átta mörk og Aleksa Stefanovic fjögur. Sjö leikmenn komist á listann yfir markaskorara.

Fyrsti leikur Harðar í mótinu var einmitt á Ísafirði í september  gegn Fram og þá gersigruðu Framarnir Hörð með 38 mörkum gegn 14. Líklega hefur Ísfirðingunum þótt sigurinn nú sætur.

Á laugardaginn var leikið gegn Alfureldingu U og Hörður leiddi í hálfleik 13:10 og vann að lokum tveggja marka sigur 27:25. Níu leikmenn Harðar skorðu mark í leiknum. Markahæstur varð Aleksa Stefanovic með 8 mörk, Óli Björn Vilhjálmsson gerði 5 og Daníel Wale Adeleye 4. Lið Afureldingar fékk 8 brottvísanir en Hörður aðeins tvær.

Tapið gegn Herði getur orðið Fram liðinu dýrt en liðið er í 3. sæti deildarinnar og á í harðri keppni við ÍBV og Selfoss um tvö efstu sætin. Hörður hefur nú unnið 3 leiki og er með 6 stig í 7. – 9. sæti deildarinnar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!