Góð mæting á fundi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði

Mjög góð mæting var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom þar síðast liðinn föstudag.

Langmest var rætt um fiskeldi, raforkumál, samgöngur. Óánægja var með flókið regluverk sem mjög hefði tafið framkvæmdir í fjórðungnum .

Fundargestir komu skilaboðum sínum skýrt á framfæri – að hér stæðum við frammi fyrir einstöku tækifæri til að eflast enn frekar og skapa enn meiri tekjur fyrir þjóðarbúið.

Sú skoðun var ráðandi hjá heimamönnum að hlutverk ríkisins væri að efla innviði samfélagsins og sjá til þess að regluverk hamli ekki eðlilegri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað á Vestfjörðum. Þetta eigi ekki síst við um þá málaflokka sem mest voru til umræðu, það er fiskeldi, raforkumál og samgöngur.

DEILA