Gallerí Úthverfa: Hringsólandi massar

Alina Orav hefur opnað sýningu í Galleríi Úthverfu á Ísafirði. Verður hún opin til 10. mars næstkomandi. Alina hefur dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði undanfarnar vikur. Í verkum sínum túlkar listamaðurinn eins konar sjónhverfingar ( polyview optical illusions) búnar til með sérstakri aðferð sem hún fann upp fyrir nokkrum árum og hlaut opinbera viðurkenningu fyrir segir í kynningu.

Alina Orav lauk meistaragráðu í málaralist frá Listaháskóla Eistlands árið 2017 og lagði stund á frekara nám í Fl+orens, Vancouver, London, Amsterdam og Volda í Noregi. Alina hefur haldið fjölmargar einkasýningar í Eistlandi auk þess að sýna verk sín víða um heim.

Sýningin og gestavinnustofudvöl listakonunnar er styrkt af menningarsjóði Eistlands.