Frístundakort í boði í Bolungarvík og Súðavík

Frá leikjanámskeiðinu í fyrra.

Í framhaldi af upplýsingum um frístundastyrki sem mörg sveitarfélög greiða kannað Bæjarins besta kvað form væri á styrkjunum hjá öðrum sveitarfélögum en Ísafjarðarbæ, en fram kom í könnun ASÍ að þar væru ekki greiddir frístundastyrkir.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ákvað árið 2016, að veita frístundastyrki til barna og unglinga að 18 ára aldri.

Foreldrar og forráðamenn þurfa að skila inn kvittunum til skrifstofu Súðavíkurhrepps fyrir þátttökugjöldum í íþróttum og tómstundum og geta fengið endurgreiðslu sem nemur allt að 25.000 fyrir hvert barn sem skráð er í sveitarfélagið. Skilyrði er að þátttökugjöldin séu hærri en sem endurgreiðslunni nemur.

Í Bolungarvík er fjárhæð styrks að hámarki 40.000 kr. fyrir hvern einstakling á almanaksárinu.
Frístundakortið getur nýst öllum ungmennum sem eiga lögheimili í Bolungarvík og eru fæddir 2002 eða síðar.
Styrkur er greiddur út vegna útgjalda sem myndast á yfirstandandi almanaksári og þurfa beiðnir um endurgreiðslu að berast á almanaksárinu.

Skila þarf kvittunum á bæjarskrifstofu fyrir greiðslu á þátttökugjöldum vegna þátttöku- eða námskeiðsgjalda í íþróttum eða listum til að fá styrk greiddan.
Ekki er gerð krafa um að skilað sé kvittun vegna allrar upphæðarinnar í einu heldur geta forráðamenn komið með kvittanir jafnóðum og greiðsla fer fram þar til fjárhæðin hefur náð alls 40.000 krónum. Þó er mælst til að upphæðinni verði ekki skipt í meira en þrennt, en Bolungarvíkurkaupstaður mun halda bókhald um útgreidda styrki vegna hvers einstaklings.

DEILA