Fossfjörður: vegurinn hvarf í gær

Í óveðrinu sem gekk yfir í gær urðu miklar skemmdir á þjóðveginum í Arnarfirði við Fossá í Fossfirði. Á myndunum sem Finnbjörn Bjarnason tók má sjá að vegurinn er hreinlega horfinn á drjúgum kafla.

Hér má glöggt sjá að veginum hefur skolað á haf út. Myndir Finnbjörn Bjarnason.
Töluverður sjógangur var í hvassviðrinu.