Flateyri: Stútungur 2020

Þorrablótin hófust um síðustu helgi. Þá voru blót m.a. á Patreksfirði, í Tálknafirði og Bolungavík og á Reykhólum.  Í gær voru haldin blót á Þingeyri, Flateyri í Hnífsdal og hjá Oddfellows á Ísafirði.

Þrátt fyrir snjóflóðin í janúar héldu Flateyringar sínu striku og héldu sinn Stútung á þeim tíma sem til stóð. Um 280 manns mættu til að skemmta sér saman og mun það vera næst fjölmennasta blótið frá upphafi eftir því sem næst verður komist.

Þessir voru komnir langt að. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn og Jens Garðar Helgason framkæmdastjóri Laxa ehf á Austurlandi og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Páll Önundarson er helsti ljósmyndari Önfirðinga. Hér var hann hinum megin við linsuna.
Salurinn í íþróttahúsinu var þéttsetinn.
Bryndís Sigurðardóttir (t.h.) fyrrv. ritstjóri Bæjarins besta mætti að sjálfsögðu á fornar slóðir.
Tólf manna þorrablótsnefnd sá um skemmtunina og gerði það með glæsibrag.
Halldór Páll og Kristrún Birgisdóttir sáu um stjórnun og kynningu.
Forseti Íslands gerði undanþágu frá reglum um þátttöku embættisins og sendi góða kveðju til þorrablótsins fra tröppunum á Bessastöðum.
Stóra asparmálið fékk sinn skerf í annálnum, en húseigandi að sunnan (hvað annað?) gerði sér líitð fyrir síðastliðið sumar og sagaði niður aspir á göngustíg við hús hans. Þá loguðu netheimar.
Þorrablótsnefndin komin í búning íþróttafélagsins Grettis á Flateyri með auglýsingu frá Sparisjóði Önundarfjarðar.
Vestfirska útgáfan af ríkisstjórnarsamstarfinu. Halla Signý Kristjánsdóttir alþm (B), Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi (D) og Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálafulltrúi (Vg).
Jens Garðar og Sigurður Hafberg, kennari á Flateyri
Kjartan J. Hauksson, kafari sem vinnu við að ná bátunum úr Flateyrarhöfn skellti sér á blótið.