Flateyri: hafnarstjórn vill verja höfnina

Frá Flateyrarhöfn. Orri ÍS er enn sokkinn í höfninni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóra hefur lagt fram minnisblað fyrir hafnarstjórn vegna ástands og framvindu björgunar í Flateyrarhöfn í kjölfar snjóflóðs er féll í höfnina 14. janúar sl.
Hafnarstjórn samþykkti að koma öllum búnaði og aðstöðu við Flateyrarhöfn í fyrra horf til að halda áfram að þjónusta skip og báta sem gera út frá höfninni.

Hafnarstjórn óskar eftir því að bæjarstjórn og samgönguyfirvöld láti skoða mögulegar leiðir til að verja höfnina fyrir snjóflóðum.

Samþykkt hafnarstjórnar var lögð fram á fundi bæjarráðs fyrir helgi en ekki voru bókuð nein viðbrögð að sinni  við erindinu.

DEILA