Flateyri: aðeins einn bátur eftir í höfninni

Aðeins einn bátur er eftir í höfninni á Flateyri eftir að Sjótækni tókst að koma Eið ÍS á flot við bryggjuna í Flateyrarhöfn. Sá bátur mun vera ótryggður og það er því verkefni eigandans eða hafnarinnar að taka ákvörðum um aðgerðir. Að öðru leyti mun starfsmenn Sjótækni vera búnir að ljúka því verki sem þeir tóku að sér í Flateyrarhöfn.

Bátarnir eru allir skemmdir og jafnvel ónýtir, en það mun hafa áhrif að jafnvel þótt skrokkurinn sé í lagi eða hægt að lagfæra hann þá mun kostnaður við aðrar viðgerðir svo sem rafmagn vera það mikill að ekki er víst að tryggingarfélög telji það borga sig að gera við þar sem bátaverð er lágt. Það mun  skýrast á næstu vikum.

Hið öfluga skip Kafari BA.