Fjölgun um 8 á Vestfjörðum í janúar

Íbúum á Vestfjörðum fjölgaði um 8 frá 1. janúar til 1. febrúar 2020. Þeir eru nú 7.126. Fyrir rúmu ári þann 1. desember 2018 voru 7.064 búsettir á Vestfjörðum. Fjölgunin á Vestfjörðum er 0,9% á þeim tíma. Landsmönnum hefur fjölgað um 1% á sama tíma.

 

Síðasta mánuðinn urðu mestar breytingar í Ísafjarðarbæ. Íbúum fjölgaði um 17. Í Bolungavík fjölgaði um 2, sama fjölgun varð í Strandabyggð og í Vesturbyggð fjölgaði um einn.

Óbreytt íbúatala er í Árneshreppi og á Reykhólum. Fækkun varð í þremur sveitarfélögum. Mest fækkun varð í Súðavík. þar fækkaði um 6 íbúa. í Tálknafirði fækkaði um fimm og um þrjá í Kaldrananeshreppi.

Íbúafjöldi 1.2. 2020
Ísafjarðarbær 3827
Bolungavík 961
Reykhólahreppur 262
Tálknafjarðarhreppur 247
Vesturbyggð 1021
Súðavíkurhreppur 203
Árneshreppur 43
Kaldrananeshreppur 106
Strandabyggð 456
7126

Veruleg fjölgun íbúa varð á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og Suðurlandi í janúar 2020. Á Norðurlandi fækkaði fólki og óveruleg breyting varð á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi.