Eiríkur Örn Norðdahl með nýja bók

Brúin yfir Tangagötuna er heiti á nýrri skáldsögu eftir Eiríkur Örn Norðdahl.

Eins og nafnið bendir til gerist sagan á Ísafirði, það er vinnslustopp í rækjunni, gatan sundurgrafin og bærinn alltaf fullur af forvitnum túristum af skemmtiferðaskipum. Ef ekki væri fyrir nágrannakonuna handan við brúna væri líf Halldórs ansi dapurlegt. En þótt það séu bara níu og hálft skref úr anddyrinu hans að dyrunum hennar er leiðin þangað furðulega flókin.

Brúin yfir Tangagötuna er ísfirsk ástarsaga úr samtímanum.

Eiríkur Örn hefur sent frá sér skáldsögur og ljóð, ritgerðir, ljóðaþýðingar og uppskriftabók. Mörg af skáldverkum hans hafa verið þýdd á erlend tungumál og hlotið góðar viðtökur. Hann hefur hlotið viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin. Fyrir Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var jafnframt tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

DEILA