Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 5 og 6

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 5 & 6 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar. Af áætluðu heildarmagni er búið er að setja upp rúmlega 90% af allri vatnsvörn og sprautusteypa yfir u.þ.b. 75%.

 

Búið er að steypa fyrsta neyðarrýmið og byrjað á tveimur til viðbótar. Búið er að steypa fjóra af fimm tengibrunnum fyrir 132 kV jarðstreng Landsnets.

 

Haldið var áfram að keyra fyllingar og neðra burðarlag í veginn í göngunum.

 

Haldið var áfram að grafa og sanda í skurði fyrir ídráttarrörum sem eru fyrir stýristrengi og lágspennu í hægri vegöxl og byrjað að leggja ídráttarrörin. Vinna hófst við uppsetningu á festingum fyrir strengstiga sem mun liggja eftir endilöngum göngunum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá steypuvinnu við neyðarrýmin, uppsetningu á festingum fyrir strengstiga, uppsetningu á vatnsvörnum og sprautusteypun yfir vatnvarnir og hurðir sem koma í tæknirýmin.

 

Fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga

Baldvin Jónbjarnarson

 

DEILA