Byggðakvóti: sérreglur fyrir Flateyri

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að að sérreglur vegna úthlutnar á byggðakvóta 2019/2020 fyrir Ísafjörð, Hnífsdal, Suðureyri og Þingeyri, verði óbreyttar frá fiskveiðiárinu 2018/2019.

Hins vegar var samþykkt að nýttur skyldi framlengdur frestur til 21. febrúar n.k. til að skila tillögum að sérreglum fyrir Flateyri vegna sérstakra aðstæðna sem skýrast af snjóflóðunum í janúar.

Fiskistofa hefur tilkynnt að stofnunin hyggist fylgja reglum um byggðakvótann eftir með öðrum hætti framvegis en áður hefur tíðkast.

Í bréfi Fiskistofu segir að:

„Borið hefur á því að afla sem telja á til byggðakvóta hefur verið landað til vinnslu en ekki
tilgreint að um sé að ræða byggðakvóta til vinnslu. Eins hefur borið á því að öllum afla sé
landað sem byggðarkvóti til vinnslu án þess að öllum afla sé ætlað að telja til byggðakvóta.
Fiskistofa vill árétta að tilgreina þarf sérstaklega á vigtarnótu þann afla sem á að teljast til
byggðakvóta sem byggðakvóti til vinnslu við hverja og eina löndun. Því þarf skipstjóri að
gæta sérstaklega að þessu atriði þegar hann kemur upplýsingum til vigtarmanns. Fiskistofa
úthlutar ekki byggðakvóta nema aflinn sem um ræðir sé skráður með framangreindum
hætti. Afla sem ekki á að telja til byggðakvóta á ekki að tilgreina sem slíkan á vigtarnótu.
Fiskistofa mun ekki breyta skráningu landana í byggðakvóti til vinnslu eftirá.“

DEILA