Bolungarvík: Milljóna tjón í Minni-Hlíð

Mikið tjón varð í hvassviðrinu í morgun þegar þak fauk af vélageymslu í Minni-Hlíð laust eftir klukkan átta í morgun.

Þá skemmdust fiskhjallar sem standa þar skammt frá.

Bíll sem stóð við vélageymsluna fór einnig af stað og valt og er mikið skemmdur.

Ljóst er að þarna hefur orðið verulegt tjón þegar snarpar vindhviður gengu yfir.