Arnarlax: afföllin 500 tonn

Frá Arnarfirði. Mynd: Arnarlax.

Arnarlax hefur birt tilkynningu um afföll í kvíum við Hringsdal í Arnarfirði og segir að  áætlanir ráð fyrir að afföll hafi verið í kringum 500 tonn og að búast megi við einhverjum afföllum á næstu vikum. Áður hafði Matvælastofnun talið að afföllin hefðu verið um 100 tonn.

Fyrirtækið hefur ákveðið að slátra upp upp úr kvíunum við Hringsdal og er töluverður fjöldi af skipum eru nú til taks við slátrun og söfnun á afföllum. Klárað verður að slátra upp úr eldiskvíum við Hringsdal á næstu vikum. Um 4000 tonn af laxi munu vera í kvíunum.

Sláturskipið Norwegian Gannet er komið frá Noregi til að auka afkastagetu vinnslunnar  á Bíldudal en það er gríðarlega afkastamikið. Önnur fyrirtæki sem að aðgerðunum koma eru  Akstur & Köfun, Tempra,  Samskip, Sæferðir, Smyrilline og fleiri mikilvægir þjónustuaðilar á svæðinu segir á vef Arnarlax.

Framleiðslumet féllu í síðustu viku og sl. fimmtudag fóru 18.200 fiskar, að meðaltali 5,8 kg hver, í gegnum vinnsluna á Bíldudal.

Fyrirtækið  segir að afföllin séu ekki meiri en svo að þau rúmist innan framleiðsluáætlunar sem miðar að framleiðslu á 10.000 tonnum árið 2020 en tilkynnt verður um breytingar ef til þess kemur. Er við matið miðað við afföll síðustu ára. Áfram er gert er ráð fyrir að taka um 18.000 tonn í gegnum vinnsluna á Bíldudal af uppskeru Arnarlax og Arctic Fish.

 

DEILA