Arctic Fish : Rifa á leggjum á 20 metra dýpi

Fiskeldi. Myndin er úr safni BB.

”Eftirfarandi tilkynning hefur verið send á viðeigandi stofnanir sem og Ísafjarðarbæ:

Við reglubundið eftirlit á kvíum Arctic Sea Farm í Dýrafirði í dag uppgötvaðist bein rifa á leggjum á 20 m dýpi á netapoka einnar kvíar.

Eftirlitið fór fram með neðansjávardróna og hefur Fiskistofu verið tilkynnt um atvikið símleiðis og búið er að virkja viðbragðsáætlun.

Meðalþyngd laxa er nú um 2,4 kg en um 170 þús. laxar eru í kvínni.
Við fóðrun var hegðun laxa eðlileg en þeir halda sig að jafnaði ofar en 20 m þar sem að fóður kemur ávallt að ofan.
Ekkert bendir því til að laxar hafi sloppið úr kvínni þrátt fyrir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð og net verði sett út samkvæmt henni.“

DEILA