Vesturbyggð : gerir athugasemdir við minnkun byggðakvóta

Patreksfjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hafna- og atvinnumálaráð Vesturbyggðar gerir athugasemdir við við þær breytingar sem sjávarútvegsráðherra gerði voru á forsendum úthlutunar byggðakvóta fyrir 2019/20 frá því sem gilti síðasta fiskveiðiár. Vísar ráðið í að starfshópur á vegum ráðherrans vinnur nú að endurskoðun úthlutunar byggðakvóta og annarra veiðiheimilda  sem ríkið hefur forræði yfir. Eru það um 5,3% úthlutaðra heimilda ár hvert.

Það magn byggðakvóta sem úthlutað er til byggðalaga innan Vesturbyggðar er skert verulega á milli ára og er engum byggðakvóta úthlutað á Patreksfjörð.  Þá segir í bókun ráðsins að  ekki verði séð af úthlutun byggðakvótans á fiskveiðiárinu 2019/2020 að horft hafi verið til meginmarkmiða byggðakvóta, þ.e. að skapa aukna atvinnu og störf í landi og lýsir hafna- og atvinnumálaráð því yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu úhlutunarinnar.

Til Brjánslæjarhafnar var að þesus sinni úthlutað 15 tonnum og 73 tonnum til Bíldudalshafnar. Það er veruleg minnkun frá síðasta ári, en þá var ráðstafað 18 tonnum til Brjánslækjar, 47 tonnum  til Patreksfjarðar og 141 tonnum til Bíldudals.

sveitarfélag í stað byggðarlags

Hafna- og atvinnumálaráðið leggur til við bæjarstjórn að farið verði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, þó með þeim breytingum að unnt verði að úthluta byggðakvóta til skips sem skráð er innan sveitarfélagsins en ekki endilega innan þess byggðarlags sem byggðakvótinn er eyrnamerktur. Þá verði nægilegt að landa aflanum til vinnslu innan sveitarfélagsins og víkja því frá ákvæðum  reglugerðarinnar sem kveður á um vinnslu í sama byggðarlagi.

DEILA