Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur. Kynningarfundir á Bíldudal og Ísafirði

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Um er að ræða samtals 70 km langa vegagerð.

Vegagerðin stendur fyrir eftirfarandi kynningarfundum um niðurstöður frummatsskýrslu og eru allir velkomnir:

Þriðjudaginn 4. febrúar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 17:00.

Miðvikudaginn 5. febrúar í Baldurshaga á Bíldudal kl. 17:00.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu ekki nýtast að fullu fyrr en lagður hefur verið heilsársvegur um Dynjandisheiði með tengingu til Bíldudals.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!