vestfirsk stuttmynd í bígerð

Til stendur að gera vestfirska stuttmynd á Ísafjarðarsvæðinu og er áformað að tökur fari fram í maí næstkomandi.

Fjölnir Baldrsson segir  að myndin fjalli um tvítugan strák Gunnar að nafni. Kærastan hans biður hann um að sækja sig í vinnuna til Súðavíkur, og hann reynir að fá lánaða drossíu föður síns. Faðir hans neitar honum um bílinn, svo hann stelur bílnum með hjálp frá litla bróður. Þegar hann keyrir úr bænum þá tekur hann uppí fertuga konu, og þá fara hlutir að gerast sem hann hefur enga stjórn á.

 

Að verkinu standa Fjölnir Baldursson, sem sér um leikstjórn,  Baldur Smári Ólafsson aðstoðaleikstjori og aðstoðar við kvikmyndatöku.

Baldur Páll Hólmgeirsson annast kvikmyndatökuna, hljóð er í umsjón Hólmgeirs Páls Baldurssonar. Tónlist: þröstur Jóhannsson og handrit Fjölnir Baldursson. Storyboard Ómar Smári Kristinsson.

Að sögn Fjölnis er leitað að leikurum í eftirtalin hlutverk:  Aðalhlutverk, tvítugan strák og fertuga konu. Önnur hlutverk, 18 ára stelpu, 9 til 11 ára stelpu. Prufur verða 18. og 19. februar.

„Það fá allir leikarar borgað fyrir sína vinnu, og flestir sem koma að verkinu. Kostnaðaráætlun er um 2 og hálf milljón.og munum við reyna að fá styrki til að gera myndina, en ég mun leggja fram það fjármagn sem uppá vantar.“ segir Fjölnir Baldursson.

DEILA