Veiðigjöld 2020: lækka um 30% frá 2019

Tekjur ríkisins af veiðigjöldum þessa árs eru áætluð 30% lægri en á síðasta ári. Í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna. Í fjárlögum síðasta árs 2019 voru tekjurnar áætlaðar 7 milljarðar króna. Lækkunin er um 30% milli ára.

Tekjur af veiðigjaldi 2018 urðu 11.417 milljónir króna samkvæmt því sem fram kemur í ríkisreikningi. Tekjurnar 2020 eru aðeins 42% af tekjunum 2018. Lækkunin milli þessara tveggja ár ára 6,5 milljarðar króna.

Veiðigjaldið 2020 hefur verið birt og lækkar veiðigjaldið af þorski úr 13,80 kr/kg í 10,62 kr/kg., sem er 23% lækkun.  Veiðigjald af loðnu og kolmunna lækkar um 85 – 89%. Veiðigjald af ufsa lækkar um 58% og makríl um 52%. Minnst er lækkun veiðigjaldsins í ýsu eða  8%.

Veiðigjald af steinbít er það eina sem hækkar milli ára en hækkunin er 16%.

Taflan er tekin af vefsíðu Landssambands smábátaeigenda.