Vegir að opnast

Búið er að opna Steingrímsfjarðarheiði, Kirkjubólshlíð  og Súðavíkurhlíð.  Unnið er að mokstri í Djúpinu og talið að það muni taka sinn tíma.  Nokkur snjóflóð eru á Fossahlíðinni í Skötufirði og moksturstæki eru á leiðinni þangað. Hvasst er á svæðinu og því töluverður skafrenningur.

Um kl hálf sex sendi Vegagerðin þau skilaboð til vegfarenda  frá Reykjavík til Ísafjarðar um að leggja af stað sem fyrst en vegfarendur frá Ísafirði eru beðnir um að leggja ekki af stað fyrr en um kl. 19:00.

Vegirnir um Eyrarhlíð og Skutulsfjarðarbraut hafa verið opnaðir á ný.

Gemlufallsheiðin er enn lokuð en verið er að skoða mokstur og vonast er til þess að heiðin opnist í kvöld. Þá stendur yfir mokstur út Súgandafjörðinn og mokturstækin eru komin út að Laugum , en moksturinn sækist seint.

 

DEILA