Þingeyri: samþykkt að breyta deiliskipulagi

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á  fundi í síðustu viku að breyta deiliskipulagi á hafnarsvæðinu á Þingeyri, lóð við Sjavargötu 4, þannig að að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreint á lóðinni.

Að því loknu verður lóðin sett á lóðarlista yfir lausar lóðir. Borist hefur umsókn dags 10.10. 2019 um lóðina frá Viðari Magnússyni. Skipulags- og mannvirkjanefnd fékk umsóknina til umfjöllunar og bókaði að lóðin væri ekki laus til úthlutunar þar sem hún væri ekki skilgreind sem byggingarlóð í deiliskipulaginu.

Með afgreiðslu bæjarstjórnar er bætt úr þeim ágöllum og lóðin gerð hæf til úthlutunar.