Tálknafjörður: Starfshópur um mótun aðalskipulags

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir aðstoð íbúanna við að vinna að aðalskipulagi hreppsins fyrir árin 2018-2030.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja hafa áhrif á það hvernig Tálknafjörður lítur út í framtíðinni en vinna við aðalskipulag Tálknafjarðar 2018-2030 er nú í fullum gangi.

Óskað er eftir 2-4 áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í vinnu starfshóps um mótun aðalskipulagsins og koma með tillögur að fyrirkomulagi til framtíðar.

Ætlunin er að þessi starfshópur hittist á tveggja til þriggja vikna fresti fram á sumar og haldi utan um skipulagsvinnuna ásamt sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa. Fundirnir yrðu haldnir á þeim tíma sem hentaði þátttakendum best.

Einnig er ráðgert að halda íbúafundi um skipulagsmálin þannig að öllum íbúum sé gefinn kostur á að koma með tillögur og ábendingar um hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina í Tálknafirði til næstu 12 ára.

DEILA