Studio Dan: óskað eftir áhugasömum aðilum

Bæjarráð  Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leigusamningur um húsnæði Studio Dan verðu framlengdur með viðauka til 31. júlí n.k. og fól bæjarráðið  bæjarstjóra jafnframt að óska eftir áhugasömum aðilum til reksturs líkamsræktarstöðvar á Ísafirði.

Bæjarsjóður á húsnæðið að Hafnarstræti 20 á Ísafirði sem hýsir líkamsræktarstöðina 407 fermetra húsnæði á þremur hæðum  og leigir það til Studio Dan ehf. samningurinn rennur í 31. janúar 2020 og hefur nú verið framlengdur til júlíloka.

Leigugjaldið er 407.300 kr á mánuði miðað við vísitölu í febrúar 2018.

Studio Dan ehf leigir svo húsnæðið áfram til Þrúðheima ehf og segir í samningnum að stefnt sé að því að líkamsræktin flytjist á samningstímanum í nýtt húsnæði á Torfnesi. Umsamið leigugjald eru 15% af heildartekjum fyrir aðgang í líkamsræktarstöðina.

DEILA