Strandabyggð: sundurliðun á 60 mkr. framkvæmdum ársins

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2020 er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 60 milljónir króna. Nánari sundurliðun eftir verkefnum er á þessa lund:

  1. Leikskóli-Framkvæmdir vegna lóðar skv. áætlun Verkís og málun utanhúss og viðgerðir vegna múrskemmda. Heildarframlag kr. 9.000.000.
  2. Leikskóli-Tæki og húsmunir td. hillur, klemmuvarnir og vaskborð. Heildarframlag 800.000.
  3. Grunnskóli-Framkvæmdir vegna viðhalds í eldri hluta, gólfefni, lagnir,loftklæðning og fl., gólfefni á smíðastofu og hönnun viðbyggingar. Heildarframlag kr. 7.800.000.
  4. Grunnskóli-Tæki og búnaður til kennslu og húsmunir. Mötuneytisborð, kennarastólar allt að kr. 1.000.000.
  5. Grunnskóli-kennsluforrit og endurmenntun. Heildarframlag 1.900.000.
  6. Tónskóli-kennslutæki. Heildarframlag kr. 400.000.
  7. Félagsheimili-Framkvæmd við kjallara, inngangur og lokun kjallararýmis að innan. Allt að kr. 3.000.000.
  8. Sparkvöllur-net til varnar. Heildarframlag allt að 600.000.
  9. Gert er ráð fyrir framlagi vegna ærslabelgs kr. 500.000 en á móti styrk á árinu 2021.
  10. Íþróttamiðstöð-Gert er ráð fyrir að ljúka frágangi við kjallarainngang, viðgerð þakglugga, viðgerð og flísalögn á heitum pottum, lagnavinnu og epoxiviðgerð á gólfi í klefum, lagfæringu á sundlaugardúk og fleira viðhaldi allt að kr. 6.700.000.
  11. Gert er ráð fyrir styrk til Skíðafélags vegna kaupa á snjótroðara allt að kr. 1.000.000.
  12. Gert er ráð fyrir kostnaði við moltugerð kr. 1.000.000.
  13. Byggingafulltrúi-Gert ráð fyrir kaupum á teikningaskanna kr. 500.000.
  14. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna aðal- og deiliskipulags kr. 5.000.000
  15. Gert er ráð fyrir yfirlögn á göturnar; Austurtún og Miðtún eldri hluta og viðhaldi á vegrás og frárennsli við Skólabraut, allt að 2.100.000.
  16. Rétt- Gert er ráð fyrir nýsmíði réttar, allt að kr. 6.500.000.
  17. Yfirstjórn-Gert er ráð fyrir framlagi til markaðs og kynningamála og vinnu við styrkumsóknir kr. 2.500.000.
  18. Þróunarsetur-Gert ráð fyrir lagfæringu á stétt og viðhaldi á gluggum, allt að kr. 1.200.000
  19. Þjónustumiðstöð-Gert er ráð fyrir viðgerð á þaki Áhaldahúss kr. 3.350.000
  20. Hólmavíkurhöfn, gert er ráð fyrir viðgerð á keðjum við flotbryggjur og framkvæmdum við stálþil skv. samgönguáætlun, allt að kr. 8.000.000.
  21. Vatnsveita, gert ráð fyrir brunahana við grunnskóla, allt að 500.000.
  22. Veitustofnun, gert er ráð fyrir ljósleiðaraframkvæmdum í Djúpi og sölu á ljósleiðara sunnan Hólmavíkur. Gert ráð fyrir rannsóknarvinnu við hitaveitu. Heildarframlag kr. 10.000.000.
DEILA