Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði

Frá höfninni á Flateyri. Mynd af facebook.

Skömmu fyrir miðnætti féllu stór snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði. Talið er að flóðin hafi verið a.m.k. tvö á Flateyri. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út. Engar fréttir eru af slysum á fólki. Flóðið á Flateyri náði út í smábátahöfnina og bátar slitnuði frá. Verið er að meta skemmdirnar og aðstæður.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að tvö flóð hafi fallið á Flateyri og að flóðið í Súgandafirði hafi fallið í hlíðinni móts við Suðureyri og að búið sé að boða út alla viðbragðsaðila á svæðinu og er þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu.

Ekki fást frekari upplýsingar að sinni.

DEILA