Skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til forsætisráðherra um skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl.
Fyrirspurninni er beint til forsætisráðherra þar sem embætti ríkislögmanns er á málefnasviði hans og ríkislögmaður fer með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum sem höfðuð eru á hendur ríkinu. Með fyrirspurninni er óskað eftir skriflegu svari við fimm spurningum sem eru:

1. Hversu margar útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl í kjölfar tveggja dóma Hæstaréttar frá 6. desember 2018 og hvaða útgerðir eru það?
2. Til hvaða ára ná skaðabótakröfurnar?
3. Um hversu miklar aflaheimildir er að ræða hjá hverri útgerð fyrir sig, á hverju ári og samtals?
4. Hver er skaðabótakrafa einstakra útgerða á hverju ári og samtals?
5. Hvaða forsendur liggja fyrir útreikningi bótafjárhæðar hverrar útgerðar fyrir sig?

DEILA