Sjótækni: vinna við fyrsta bátinn hafinn

Fosnakongen í Flateyrarhöfn. Mynd: Páll Önundarson.

Sjótækni á Tálknafirði er í dag að byrja á því að lyfta fyrsta bátnum úr höfninni á Flateyri.  Kjartan J. Hauksson sagði í samtali við Bæjarins besta að búið væri að fá öflugan bát Fosnakongen frá Noregi , sem hér á landi hefur verið að vinna fyrir Arnarlax og Arctic Fish  til þess að lyfta bátunum.  Undanfarnir tveir dagar hafa farið í undirbúning.

Verið væri núna að byrja á því að athafna sig við fyrsta bátinn. Sá væri hálfur í kafi  og yrði að byrja á því að sökkva honum á botninn. Að því loknu yrði komið böndum á hann og báturinn hífður upp á yfirborðið.

DEILA