Samfylkingin stærst í Reykjavík

Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík í næstu alþingiskosningum samkvæmt nýjustu könnum MMR sem framkvæmd var dagana  3. – 13 . janúar 2020. Byggt er á tæplega 730 svörum úr báðum kjördæmunum  en alls voru  liðlega 2000 svarendur í heild. Vikmörkin eru um 3% í könnuninni. Um 17% svarenda gáfu ekki upp afstöðu til flokkanna  heldur eru óákveðnir, kjósa ekki, skila auðu eða  vilja ekki svara. Er það lægsta hlutfallið af kjördæmunum í könnuninni eða með öðrum orðum það voru fleiri svarendur sem tóku afstöðu til flokkanna í Reykjavík en í öðrum kjördæmum.

Samfylkingin fengi 20,3% atkvæða samanlagt í báðum Reykjavíkurkjördæmunum en hafði 12,9% í kosningunum 2017. Myndi flokkurinn bæta við sig 7,4% og verða stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 17,2% og mynd tapa 5,5% fylgi. Píratar færu upp í þriðja sæti og myndu fá 15,4 atkvæða og bæta við sig 2,9%.

Vinstri grænir fengju aðeins 13,6% og myndu missa 6,6% atkvæða eða um þriðjung þess fylgis sem flokkurinn fékk 2017. Viðreisn fær gott fylgi í könnuninni og fengi 13,3% og bæta við sig 4,8%. Miðflokkurinn fengi 9,3% og bætir við sig 2,0%.

Fylgi flokks fólksins hrynur úr 7,8% í 2,1% og hinn nýi Sósíalistaflokkurinn stekkur upp í 4,3%. Framsóknarflokkurinn  fellur úr 6,7% í 3,2%. Aðrir fá 1,3%.

Stjórnarflokkarnir tapa 6 þingsætum

Sé kjördæmaþingsætunum 18 ( 9 í hvoru kjördæmi) skipt milli flokkanna samkvæmt fylginu í könnum MMR vinnur Samfylkingin 2 þingsæti og fær 4 þingmenn, tvo í hvoru kjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 4 og tapar einu þingsæti, þriðja manni í Reykjavík norður. Píratar fengju líka fjóra kjördæmakosna þingmenn, tvo í hvoru kjördæmi. Þeir hafa nú einn í hvoru auk jöfnunarþingmanns eða 4 þingmenn samtals.

Miðflokkurinn mynd bæta við sig einum kjördæmakosnum þingmanni og fá 2, einn í hvoru kjördæmi. Þeir hafa nú tvo þingmenn þar af annan jöfnunarþingmann. Flokkur fólksins mynd tapa sínu kjördæmakosna þingsæti og reyndar líka jöfnunarsætinu. Framsóknarflokkurinn hefur einn kjördæmakosinn þingmann en myndi missa hann.

Verst myndi Vinstri grænum ganga. þeir fengju aðeins 2 kjördæmakosna þingmenn en hafa nú fimm.

Ekki er unnt að leggja mat á jöfnunarsæti en í Reykjavík norður er 3. maður Samfylkingarinnar næstur sem kjördæmakosinn og svo jafnir 2. maður Viðreisnar og efsti maður Sósíalistaflokksins.

Í Reykjavík suður er 2. maður Viðreisnar næst því að ná kjördæmasæti, þá 3. maður Samfylkingar og 2. maður Vinstri grænna.

Menntamálaráðherra fellur

Miðað við þessa könnum nær núverandi Menntamálaráðherra Lilja Alferðsdóttir ekki kjördæmaþingsæti og yrði að treysta á að hljóta jöfnunarsæti. Þá myndi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins falla fyrir borð og yrði að vonast eftir jöfnunarsæti. Athyglisvert er að Ólafur Ísleifsson myndi halda sínu þingsæti þrátt fyrir að hafa verið vikið úr Flokki fólksins og hafa í kjölfarið fært sig til Miðflokksins. En formaður Flokks fólksins Inga Sæland fær slæma útreið og fellur úr 8,2% í 2,5% í Reykjavík suður og er fjarri því að eiga möguleika á endurkjöri.