Ríkisstjórnar kveðja er köld.

Landspítalinn. Mynd: vb.is

Hagyrðingurinn Indriði á Skjaldfönn er gagnrýninn á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

 

Hann orti um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og hefur í huga fréttir um mikla lækkun veiðigjalda á útgerðina og á sama tíma vandræði Landspítalans vegna fjársveltis sem leiddi til þess að sjúklingur var sendur of snemma heim með alvarlegum afleiðingum.

 

Ríkisstjórnar kveðja er köld.

Kristján lækkar veiðigjöld,

en Landspítalans legusauðir

liggja bráðum flestir dauðir.

DEILA