Raforkulínur úti -uppfært : Loksins tengt landskerfinu

Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða segir að Mjólkárlína sé undir spennu en ótengd í Mjólkárvirkjun, en truflanir hafa verið á línunni. Búist er við samfösun við kerfið seinna í dag.
Þangað til eru norðanverðir Vestfirðir reknir með varaafli auk smærri virkjanna.
Sunnanverðir Vestfirðir eru einnig á varaafli þar sem Tálknafjarðarlína er ekki í rekstri.
Mjólkárvirkjun sér norðanverðum Arnarfirði og Dýrafirði fyrir rafmagni.

Töluverð ísing er til fjalla og veðurútlit ógagstætt til skoðana á línum.

Í gær voru miklar raforkutruflanir á Vestfjörðum. Í gærmorgun þurfti að taka út tímabundið Sellátralínu í Tálknafirði til að koma rafmagni á hluta þeirrar línu og Ketildalalínu.

Þá sló Tálknafjarðarlínu tvívegis út í gærkvöldi. Vesturlína sló út upp úr kl 22 og var keyrt á varaafli á norðanverðum Vestfjörðum kl 0:50 eftir miðnættið. Um hálf fjögur í nótt leysti út í annað sinn Mjólkurlínu.

 

Uppfært kl 17:33. Orkubú Vestfjarða hefur sent út tilkynningu og segir að norðanverðir Vestfirðir eru nú tengdir landskerfinu og varaaflskeyrslu í Bolungarvík því lokið.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!