Patrekshöfn: 354 tonn í desember 2019

Alls var landað 254 tonnum af bolfiski í Patrekshöfn í síðasta mánuði.  Vestri BA var á botntrolli og aflaði 154 tonnum í fjórum róðrum.

Fimm línubátar lönduðu 200 tonnum. Núpur BA fór í fjóra róðra og landaði 113 tonnum, Patrekur BA fór í 6 róðra og landaði 76 tonnum. Tveir minni bátar reru í mánuðinum. Sindri BA landaði 2 tonnum í tveimur róðrum og Fönix BA fór þrjá róðra og landaði 7 tonnum.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!