Námsstyrkir stéttarfélaga

Á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga kemur fram að fræðslusjóðir stéttarfélaganna hafa ákveðið að hækka styrki til náms. Þannig hafa Fræðslusjóðirnir Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt og Sveitamennt ákveðið að hækka hámark einstaklingsstyrkja frá og með 1. janúar 2020.

Hámarksgreiðsla á ári fer úr kr. 100.000,- fyrir almennt nám í kr. 130.000,-

Þriggja ára uppsafnaður styrkur hækkar úr kr. 300.000,- í kr. 390.000,- fyrir eitt samfellt nám

Athygli er vakin á að umræddar breytingar sem taka gildi 1. janúar 2020 eiga við um nám sem hefst frá og með þeim tíma.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!