Mýrahreppur: Snillingurinn Þórarinn á Höfða og stærðfræðin

Núpur í Dýrafirði.

Úr fórum Vestfirska forlagsins:

Það var hérna á árunum þegar héraðsskóli var starfræktur á Núpi

í Mýrahreppi í Dýrafirði. Þá bar svo við einn góðan veðurdag á

snjóþungum vetri, að Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða, átti

leið út að Núpi að heimsækja Þóru dóttur sína, núverandi prestsfrú

í Kópavogi.

Guðmundur Steinþórsson, bóndi í Lambadal og næsti

nágranni Þórarins, sagði frá því í pottinum á Þingeyri um daginn,

að Þórarinn hafi hitt að máli Valdimar Gíslason á Mýrum, kennara að Núpi, við þetta tækifæri.

Spurði hann hvernig stelpunni gengi með námið í skólanum. Lét Valdimar

nokkuð vel af því. En það væri þó kannski helst að hún þyrfti að

skerpa svolítið á stærðfræðinni. Þórarinn svaraði að bragði:

„Ég var hræddur um þetta, Valdimar. Hún hefur svo sjaldan

komist inneftir í vetur!“

Þetta stórkostlega svar á skilið að komast í sögubækur. Og ekki

síður það, að sá sem einna mest hefur gaman af því er Valdimar

Gíslason. Enda hefur hann haldið nafni Þórarins mikið á lofti og

telur hann hafa verið snilling, sem hann og var.

Tekið skal fram, að sögn þessi er ekki í hinni gagnmerku og sérdeilis vel og skemmtilega skrifuðu bók Aðalsteins Eiríkssonar um sögu Núpsskóla. En sú bók er alveg mekantísk, eins og Bör Börsson myndi sagt hafa!

 

 

 

 

DEILA