MÍ: Gettu betur keppni endurtekin í dag

Lið Menntaskólans á Ísafirði þarf að keppa að nýju við lið Verkmennatskóla Austurlands, Neskaupstað í spurningakeppni Ríkisútverpsins Gettu betur. í 2. umferð keppninnar.

Liðin kepptu á þriðjudaginn í síðustu viku og hafði Verkmenntaskólinn betur 21 stig gegn 19. Einar geir Jónasson, einn keppenda Ísfirðinga  sagði í viðtali við Bæjarins besta að þau hefði athugað þáttinn eftir á og þá hefði komið í ljós að Austfirðingarnir fengu 17 sekúndum lengri tím í hraðaspurninum en Ísfirðingarnir og náðu að svara 7 spurningum á þeim tíma, þar af 4 rétt.

Með réttu hefði því MÍ unnið keppnina með 19 stigum gegn 17 þegar þessu fjögur stig hefðu verið dregin frá. Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu þegar þetta lá fyrir  og harmaði atvikið. Var ákveðið að endurtaka keppnina.

„Við hörmum þessi mistök og viljum biðja alla hlutaðeigandi innilega afsökunar. Við þessar aðstæður þykir okkur hins vegar hreinlegast og sanngjarnast að endurtaka viðureignina,“ segir Elín Sveinsdóttir umsjónarmaður keppninnar.

Keppt verður í dag, mánudag, kl 18. Hægt er að fylgjast með á ruv.is/null.

Sigurvegarinn vinnur sér sæti í 3. umferð keppninnar, sem eru 8 liða úrslit og fara fram í sjónvarpssal.