Ljósmyndabókin Bústaðir

Bústaðir er ljósmyndabók með myndum af íslenskum bústöðum. Þar eru yfir 200 myndir sem segja sögur af
húsum og fólkinu sem þar býr. Höfundar eru hjónin Gunnar Sverrisson, ljósmyndari og Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður og þau gefa bókina út.

Bústaðir er ljósmyndabók með myndum af íslenskum bústöðum. Þar eru yfir 200 myndir sem segja sögur af húsum og fólkinu sem þar býr. Höfundar eru hjónin Gunnar Sverrisson,ljósmyndari, og Halla Bára Gestsdóttir, master interior design, og þau gefa bókina út.

Bústaðir er bók þar sem 17 hús um land allt eru heimsótt en það sem þau eiga sameiginlegt er að vera „annað heimili“ eigenda sinna. Sumir kalla húsin sín sumarbústað, aðrir bústað eða jafnvel kofa. Sum húsin eru notuð allt árið um kring, önnur eingöngu yfir sumarið. Sum eru langt í burtu en önnur örskammt frá.

Myndirnar í bókinni segja frá húsum og fólki og sýna persónulegt afdrep í íslenskri náttúru, þær eru allar teknar af Gunnari. Halla Bára og Gunnar hafa gefið út bækur og blöð um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár.

DEILA