Leikskólagjöld lækka í Bolungavík

Leikskólinn Glaðheimar í Bolungavík.

Úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands á breytingum á leikskólagjöldum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögunum 16 nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum.  Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa í stað milli ára í Vestmannaeyjum.

Á Ísafirði hækkað gjöldin um 2,46% og kosta 8 klst með fæði 38.180 kr. á mánuði og hefur hækkað um 918 kr. á mánuði.

Hæst er gjaldið í Garðabæ 40.613 kr. á mánuði  en lægst á Seltjarnarnesi 29.052 kr.

25 þúsund króna lækkun í Bolungavík

Baldur Smári Einarsson, forseti bæjarstjórnar Bolungavíkur bendir á að leikskólagjöldin fyrir 8 klst með fæði hafi lækkað úr 33.096 kr í 30.835 kr. á mánuði sem gerir 25 þúsund króna lækkun á ári eða 6,83%.

Sé bæjarfélögin tvö á Vestfjörðum borin saman kemur í ljós að leikskólagjöldin eru 7.345 kr. lægri á mánuði í Bolungavík en á Ísafirði og er munurinn 19%.

 

DEILA