Landsnámsskáli reistur í Súgandafirði

Landnámsskáli Hallvarðs Súganda. Tilgáta. Myndir: Ingrid Kuhlman.

Sumarið 2019 hóf Fornminjafélag Súgandafjarðar byggingu landnámsskála í Botni í Súgandafirði á svæðinu innan við gamla réttarskálann. Skálinn er teiknaður af arkitektastofunni Argos en hún teiknaði einnig skálann á Eiríksstöðum og í Brattahlíð á Grænlandi. Um er að ræða tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði.

Innanmál skálans er næstum 15 metrar svo þetta er alvöru skáli og er eins og þeir voru á landnámsöld hjá hinum almenna bónda.

Í tengslum við byggingu skálans stóð Fornminjafélagið, í samstarfi við Kristínu Auði Kelddal Elíasdóttir hleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara úr Dýrafirði, fyrir námskeiði í grjót- og torfhleðslu dagana 6.- 8. ágúst 2019. Kristín stjórnaði verkinu og leiðbeindi um handbragðið við hleðsluna en hún er einn af reyndari hleðslumönnum landsins.

Á námskeiðinu var m.a. kennt hvernig á að velja mýri til að taka torf úr, hvernig á að stinga klömbru úr mýri, hvernig er hlaðið með klömbru, val á steinum í hleðslu og steinhleðslu með og án strengs.

Skálinn er teiknaður af arkitektastofunni Argos en hún teiknaði einnig skálann á Eiríksstöðum og í Brattahlíð á Grænlandi. Um er að ræða tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, sem var einn þeirra sem vann að fornleifauppgreftrinum á Grélutóftum, hefur verið til ráðgjafar við verkefnið í samvinnu við arkitektana sem hafa þurft að finna útfærslu á hlutum eins og loftræstingu, hæð á veggjum, þaki, hurðum, anddyri o.fl. En Guðmundur hefur verið tengdur flestum þeim skálabyggingum sem hafa verið byggðar á Íslandi.

DEILA