Íþróttamaður ársins í Bolungarvík

Um áramót eru víða tilnefndir íþróttamenn ársins.
Nú er komið að Bolungarvík að útnefna íþróttamann ársins 2019 en val hans verður
tilkynnt sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 16:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Tilnefndir eru:

Hreinn Róbert Jónsson fyrir handbolta með handknattleiksdeildar Harðar
Mateusz Klóska fyrir blak með félaginu Vestra
Pétur Bjarnason fyrir fótbolta með fótboltafélaginu Vestra
Ríkharð Bjarni Snorrason fyrir kraftlyfingar hjá UMFB

Hófið er haldið til heiðurs íþróttamanni Bolungarvíkur 2019 og sunddeild UMFB sér um kökuhlaðborð og eru allir velkomnir.