Ísafjörður: Vestri – Höttur á föstudag kl. 19:15 (?)

Áætlað er að Vestri taki á móti toppliði Hattar í körfubolta á heimavelli föstudaginn 10. janúar kl. 19:15.

Í ljósi þess Hattarmenn þurfa að ferðast um langan veg og veðurútlit er tvísýnt neyðumst við til að auglýsa þennan leik með fyrirvara um að veður leyfi.
Við uppfærum þennan viðburð um leið og ljóst er hvort af leiknum verði eða ekki.

Að öðru leyti er allt klárt og stefnt er að grilli fyrir leik með ljúffengum Vestraborgurum.

Áfram Vestri!