Ísafjörður: úthlutað lóð undir einbýlishús

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur úthlutað einbýlishúsalóðinni Ártungu 2 öðru sinni. Að þessu sinni til Einars Birkis Sveinbjörnssonar f.h. EBS ehf. Lóðinni var áður úthlutað í maí 2018 til Einars Byggir  ehf. Þá var í gildi tilboð um niðurfellingu gatnagerðargjalda og bundið því skilyrði að framkvæmdum yrði lokið fyrir 1. maí 2020.

Það var 2017 sem bæjarstjórnin samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld af byggingu íbúðarhúsnæðis af 22 lóðum. Flestar lóðirnar voru í Tunguhverfi á Ísafirði, þar á meðal fimm lóðir við Ártungu.