Ísafjörður: Þórdís bæjarritari sækir um í Borgarnesi

Þórdís Sif Sigurðardóttir á bæjarstjórnarfundi ásamt Marzellíusi Sveinbjörnssyni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra hjá Ísafjarðarbæ sótti um starf bæjarstjóra í Borgarbyggð. Alls bárust 18 umsóknir um starfið en 3 drógu umsókn sína til baka. Eftir stóðu 15 umsóknir, tólf karlar og þrjár konur. Fyr­ir­tækið In­tell­ecta ann­ast ráðning­ar­ferlið í sam­starfi við sveit­ar­stjórn Borg­ar­byggðar.

Þórdís Sif hefur farið í tvö viðtöl vegna umsóknarinnar og hún segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að hún sé annar af tveimur umsækjendum sem eftir standa. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um ráðninguna eftir því sem best er vitað, en ljóst er að Þórdís Sif stendur vel að vígi.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri lét af störfum í gær.

DEILA