Ísafjörður: samningur um snjómokstur á gangstéttum

Ísafjarðarbær hefur gert samning við Búaðstoð ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á gangstéttum í Skutulsfirði. Samningurinn gildir frá 20. janúar til 15. apríl 2020 og mun verktaki sjá um almennt eftirlit með snjómokstri og hálkuvörnum og haga snjómokstri í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar eða eftir fyrirmælum forstöðumanns þjónustumiðstöðvar.

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarráðsmaður sagði í samtali við Bæjarins besta að verkið væri svo lítið að ekki þurfti að bjóða út. Áhaldahúsið hafði verkið með höndum n gat illa sinnt því vegna annarra verka og varð því gripið til þessa ráðs.

Marzellíus sagði að í undirbúningi væri útboð á snjómokstri á götum í Hnífsdal og á Ísafirði.

DEILA