Ísafjarðarhöfn: 801 tonn í desember 2019

Í síðasta mánuði var landað 801 tonnum í Ísafjarðarhöfn.

Halldór Sigurðsson ÍS var á rækjuveiðum og landaði 18 tonnum í fimm veiðiferðum. Annar afli var fenginn í botntroll. Páll Pálsson ÍS landaði þrisvar í mánuðinum samtals 341 tonnum. Stefnir ÍS aflaði 281 tonn í fjórum veiðiferðum.

Auk þeirra landaði Berglín GK 59 tonnum og Sóley Sigurjóns GK 102 tonnum, hvort um sig í einni veiðiferð.

 

Á Suðureyri lönduðu 4 línubátar  89 tonnum í desember eftir 13 sjóferðir. Þar af var Særif SH með 45 tonn í fjórum róðrum. Hrefna ÍS landaði 26 tonnum eftir fjóra róðra. Von ÍS var með 12 tonn eftir tvo róðra og Straumnes ÍS var með 6 tonn, einnig í tveimur róðrum.

 

Á Flateyri landaði Blossi ÍS 14 tonnum eftir fimm línuróðra.

Ekki virðist hafa verið landað neinum afla á Þingeyri í desember 2019.

Samtals var landað 904 tonnum af fiski landað í höfnum í Ísafjarðarbær.